Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og er hann að vanda stórskemmtilegur.
ef ég væri hommi væri ég brjálaður í þessa stráka… #mancrush #ynwa https://t.co/38RkHZ0ILS
— Felix Bergsson (@FelixBergsson) November 3, 2019
Ég væri til í endurgerð af Grease sem að héti Geese og allir karakterarnir væru gæsir
— Barambamm Diss (@Baradis) November 2, 2019
Finnst óþolandi að vera ung einhleyp kona og eina umræðuefnið alltaf er hvort að ég ætli nú ekki að fara finna mér mann.
Nei. Ég er 22.ára. Það er ekkert stress. Takk fyrir og látið mig vera.
— Ingveldur Anna (@ingvelduranna97) November 2, 2019
Og alveg svona proper ítölsk huggun. Annar blakaði mér með vasaklút á meðan hinn þerraði tárin mín. Báðir kölluðu mig “bella” í sífellu og virtust mjög áhyggjufullir.
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) November 2, 2019
Ég hafði til kósý bakka af ostum og með því meðan Eva var að svæfa litla. Prumpaði svo rétt áður en hún kom fram og dró þar með snarlega úr rómantíkinni. pic.twitter.com/O0njDViurs
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) November 2, 2019
Hafiði einhvern tíman litið í spegil og haldið að þið væruð komin með lifrarsjúkdóm? Og svo áttað ykkur á því að þið þjáist af gulnun í starfi?
— Örvar Smárason (@OrvarSmarason) November 2, 2019
Meirihluti þeirra sem kaupa neyðarkallinn gera það til að geta sýnt sölufólki að það sé búið að kaupa hann.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) November 2, 2019
Nýji nágranni minn skildi eftir sprautu í garðinum mínum, reykti svo jónu á bílstæðinu og keyrði í burtu. Gaur þetta eru fjölskyldu stúdentagarðar með leikskóla literally beint fyrir framan og í hvaða námi ertu eiginlega lol er að spyrja fyrir vin?
— Rebbeka Ashley (@fallegasta) November 2, 2019
Íslenska Netflixið er svolítið eins og ísskápur heimilisins í lok vikunnar. Þú veist að það er ekkert til en samt ertu alltaf að opna til að athuga hvort það sé ekki eitthvað þar ♀️
— Eydís Sigfúsdóttir (@eydissigfusd) November 2, 2019
pælið í því þegar maður var í menntaskóla, drakk sig blindfulla fyrir ball á fimmtudegi og mætti svo eldhress í íþróttir kl 8 daginn eftir
— Katrín Agla (@katagla) November 2, 2019
Vinkona mín á Kalda bar í gær (horfir í kringum sig og hvíslar): Alveg er ég viss um að allir karlarnir hér inni eiga bíla á nagladekkjum.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) November 2, 2019
langar að byrja að púlla týpuna sem fer í veggtennis eldsnemma á morgnanna. Á svarta íþróttatösku og jeppa. Hugsa í peningum. Raðheld framhjá….ok kannski fulllangt gengið langar bara að prufa veggtennis
— Donna (@naglalakk) November 2, 2019
Tvö ár í NYC. Þetta hef ég lært:
1. Vera alltaf í kúl strigaskóm
2. Ekki taka dónaskap persónulega
3. Elska alla, treysta engum
4. Do Your Shit! Hætta að pæla í öðrum
5. Umburðalyndi í 10 veldi
6. Labba og borða í einu
7. Fólk er betra en þú heldur— Freyr Eyjólfsson (@FreyrEyjolfsson) November 2, 2019
Er allt fólkið sem hafði ofnæmi fyrir hundum í strætó dáið? Ég hef ekkert heyrt frá þeim síðan hundar fóru að ferðast með strætó.
— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) November 1, 2019
Sonur minn sofnaði fyrir 35 mínútum. Ég er enn inni í herbergi að fela mig svo ég þurfi ekki að svæfa dóttur mína líka ♀️
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) November 1, 2019
Hvað er málið með karla sem glansa alltaf. Hárið glansar, skórnir glansa, buxurnar glansa, ennið glansar. Mér líkar betur við matta menn.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) November 1, 2019
mér finnst frábær hugmynd að afnema frídaga skólabarna mér finnst reyndar að það mætti breyta skólunum í verksmiðjur ✊ þá gætu bæði foreldrar og börn snúið hjólum atvinnulífsins saman
— Óskar Steinn ️ (@oskasteinn) November 1, 2019
Ég, landsliðskona í fimleikum og afreks íþróttakona, á erfiðra með að fá vörustyrki og/eða samstarf við heilsutengd fyrirtæki en áhrifavaldur í meðallagi á Íslandi. Skekkja? Fleira íþróttafólk sem tengir?
— Solveig Bergsdottir (@sollabergs) November 1, 2019
Pantaði kaffi á ensku af elskulegum starfsmanni á Te og kaffi. Hugsaði með mér hvað þetta væri nú lítið mál og leiðinlegt að margir væru með vesen út af þessu. Þegar hann bauð kvittun rann upp fyrir okkur að við værum báðir íslenskir.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) November 1, 2019
Mjög gott að hafa í huga í þessu Kolbeinsmáli að hann var handtekinn á djamminu í Svíþjóð, það er lykilatriði. Ég hef sko séð mann snúinn niður í Stokkhólmi fyrir að hlæja of hátt að brandara og konu hent út fyrir að vera á þriðja á hvítvínsglasinu á innan við klukkutíma.
— Björn Teitsson (@bjornteits) November 1, 2019
Auto correct er enn skemmtilegra hjá gamla fólkinu. Pabbi er tvisvar búinn að fá hjartaáfall og er staddur á Kanary, fekk þessi skilaboð og hann á tvær vinkonur sem heita Gulla pic.twitter.com/1a2zygWA3c
— Tómas Þóroddsson (@tommithorodds) November 1, 2019