Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum og hefur hann verið að gera það gott bæði hér heima og erlendis. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og spjallaði um “bransann”.
„Ég lék í myndinni, í þeim hluta sem er tekinn upp í London. Minni vinnu í þessari kvikmynd er lokið. Svona myndir eru nokkra mánuði í tökum og það var svolítil upplifun að hitta Will Ferrell,“ segir Jóhannes Haukur. En Jóhannes kemur fyrir í Eurovision-mynd Ferrell sem var tekin upp hér á landi, að hluta til.
„Ferrell er í svolitlu persónulegu uppáhaldi hjá mér og það var gaman hvað hann gaf sér tíma til að hitta okkur sem voru þarna með honum og spjallaði heillengi við okkur. Manni finnst það alveg mjög gaman. Það er gaman að viðkomandi nenni að sitja með manni og borða með manni hádegismat og spjalla um heima og geyma.“
Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.