Auglýsing

Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14

Núna klukkan tíu í morgun lögðu fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. Um er að ræða fyrstu aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Verkfallsaðgerðin hefur þau áhrif að nýjar fréttir birtast ekki á Vísi, Mbl.is og Fréttabladid.is milli klukkan 10 og 14 í dag. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins.

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri á Ríkisútvarpinu, segir aðgerðina í dag aðallega hafa áhrif á sjónvarpsvinnsluna því tveir af þremur myndatökumönnum eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.

Náist ekki samningar munu sömu hópar leggja niður störf næstu tvo föstudaga, fyrst í átta tíma föstudaginn 15. nóvember og svo í tólf tíma föstudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki verið samið munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 28. nóvember.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing