Það er komið að stórskemmtilegum Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum.
21.skipti sem ég missi af Airwaves. Þetta kemur ekki fyrir aftur.
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) November 10, 2019
Já ég reyki ekki og lendi í því að passa borðið. Einhver að tengja ? pic.twitter.com/NN4GRRjjqU
— Sólveig Skaftadóttir (@zolais) November 10, 2019
Fyrir ykkur sem hafið átt slæmt fyrsta date. Þá sýndi ég einu sinni stelpu Football Manager save-ið mitt, liðið, kaupin og taktína. Var ráðavilltur og stressaður og þetta var það fyrsta sem mér datt í hug. Heyrði ekki í henni framar eftir þetta kvöld.
— Sigurbergur Elisson (@sigurbergur23) November 9, 2019
Þegar ég var í mútum spurði gæi mig hvort ég hefði gleypt flautu og ég er ennþá að ná mér.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) November 9, 2019
allar gellurnar sem póstuðu tene myndum með caption-inu “njódda og liffa ”sumarið 2017 eru núna að pósta mynd af sér í bústað í kósy peysu að drekka kakó með caption-ið “lífið sem mig langar í ”
— Tómas (@tommisteindors) November 9, 2019
Við feðgarnir fórum á Þorsta, og horfðum á gay vampíru éta tittlinga. Falleg fjölskyldustund. Mæli með því fyrir alla
— Sveppi (@Sveppi2) November 9, 2019
Þetta gæti allt eins verið tinder bio-ið mitt pic.twitter.com/PExCCGgrYp
— Jökull Baldursson (@jokullbald) November 9, 2019
Mér líður nákvæmlega svona núna. pic.twitter.com/L6wEXbDXUR
— Halldór Halldórsson (@DNADORI) November 9, 2019
Fyndna er að það er ekki íbúi í hverfinu þínu sem bað um niðurgrafið trampolin, “hreystitæki” eða allt það dót heldur innflytjandi tækjanna. Hann setur þetta sama drasl með.sama texta inn á öll hverfi og býr sjálfur í Mosó. Svo kýst þú á milli þess og hraðahindrunar
— Gunna Odds (@gunnaodds) November 9, 2019
Þegar ég steig útúr vélinni á Keflavíkurflugvelli í dag fékk ég vænan og blautan kinnhest frá íslenska veðrinu. Beint á vinstri vangann. Svona “velkominn heim, auminginn þinn.” Dýrkaði það.
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) November 8, 2019
Var að lenda í fyndnasta atviki lífs míns
– Félagi minn bauð mér í lunch
– Það kom einhver stelpa með honum
– Eftir matinn kom í ljós að hann var ekki að bjóða mér lunch heldur var hann bara að spyrja um nafnið á veitingastaðnum!Ég var sem sagt að krassa deit #VANDRÆÐALEGT
— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) November 8, 2019
Brjálað að gera á Mandí í skeifunni. Það er næstum því eins og það sé bissniss að selja góðan mat á sanngjörnu verði.
— Jóhannes Proppé (@JohannesProppe) November 8, 2019
Að skoða íbúðir er basically eins og Tinder nema bara hús í staðinn fyrir fólk.
Skoðar myndir fyrst, ert kannski svona á báðum áttum, bókar deit, svo mætiru á staðinn og ert annað hvort bara hell yeaaahhh eða hell nooooo.
— Birgitta Sigursteins (@birgittasig) November 8, 2019
Á matsölustað í hádeginu voru tvær konur á eftirlaunaaldri að slúðra um fólk á myndum í sálmaskrá úr útför. Fyndið að sjá hversu lítið breytist frá t.d. unglingum að slúðra um fólk á myndum í símanum sínum. Datt í hug að spyrja hvort þær gömlu væru að skoða Hinstagram en beilaði.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) November 8, 2019
ef ég ranka einhvern tímann við mér á hverfafundi, þar sem ég hef staðið upp, til að lýsa áhyggjum mínum yfir því að póst- og bankaútibúum fari fækkandi, þá keyri ég beint uppá dýraspítala og bið um að láta svæfa mig
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 8, 2019
Annað mannréttindabrot dagsins er klárlega að jólabjór fáist ekki í ríkinu fyrr en 14. nóvember en á börum frá 1.
Bein mismunun gegn barnafólki landsins.— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) November 8, 2019
Ok. Fólk á tónleikum sem tekur vídjó af heilu lögunum á símann sinn:
Eruði að fara að horfa á þetta? Hlusta á tónlistina eins og hún hafi verið tekin á niðursuðudós? Hvað er fokking að ykkur smáborgararnir ykkar?!?!
— Sveimhuga (@Inga_toff) November 8, 2019
Vinkonu hittingur í kvöld, 2 óléttar af barni nr 2, 1 gift með 2 börn, 1 trúlofuð með 2 börn, 1 þriggja barna stjúpmóðir. Ég – býð eftir niðurstöðum úr klamedíu testi. Eitthvað spennandi í gangi hjá okkur öllum.
— Lísa Rún (@Lisaruun) November 8, 2019
Eva er að fara skutla mér í ófrjósemisaðgerð núna á eftir. Ég reikna með að þetta verði svipurinn á mér á leiðinni þangað. pic.twitter.com/8xwRxHAjV7
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) November 8, 2019
Kærasta mín vildi ekki setjast þarna á veitingastaðnum því að hún “nennti ekki að horfa á leikinn”. pic.twitter.com/DBeJyujOgU
— Björn Leó (@Bjornleo) November 7, 2019
Á Hrafnistu í dag kallaði gamall gaukur móður mína “afkvæmi satans” fyrir það eitt að hafa skynsamar og rökréttar skoðanir á þjóðkirkju og þungunarrofum.
Ellin er greinilega ekki bara föndur og stólaleikfimi fyrir gamlar konur með skoðanir
— Dr. Sunna (@sunnasim) November 7, 2019
afh þarf maður alltaf að fara úr buxunum hjá tannlækni?
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) November 7, 2019