Það er vandasöm ákvörðun að fá sér tattú og mikilvægt að gera það ekki í neinu stundabrjálæði.
Þetta lærði Bretinn Lewis Flint sem er 21 árs, erfiðu leiðina. Hann fékk sér tattú neðarlega á magann, rétt fyrir ofan félagann þegar hann var 16 ára og dauðsér að sjálfsögðu eftir því í dag.
Hann segir að fyrst hafi sér þótt það fyndið en tattúið sýnir mynd af ryksugu og barkinn á henni er … félaginn.
Lewis lenti síðan í því að ætla að fara að sofa hjá stelpu sem hann var að hitta en þegar hún sá hann nakinn labbaði hún út.
Hann viðurkennir að í kjölfarið sé hann hræddur við að stelpur sjái hann naktan en hann hefur reynt að fara í lazer til að láta fjarlægja tattúið.
„Það var of sársaukafullt. Ég þurfti að stoppa eftir mínútu því ég afbar ekki sársaukann“ segir Lewis, sem er í laglegri klípu, svo ekki sé meira sagt.