Hráefni;
- 2 laxa fillet
- 2 msk kjúklinga eða grænmetissoð
- 1 1/2 msk sítrónusafi
- 1 msk Sriracha sósa
- 4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- Salt og pipar
- 100 grömm smjör, skorið í litla kubba
- 2 msk steinselja eða kóríander
- 450 grömm ferskur aspas
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 220 gráður. Útbúið bakka úr álpappír og brjótið kantana upp. Hrærið saman í litla skál, soði, sítrónusafa og Sriracha sósu.
2. Setjið laxinn í álbakkann ásamt aspasinum. Kryddið laxinn á báðum hliðum með salti og pipar og dreifið hvítlauknum yfir hann. Hellið sírónublöndunni yfir bæði laxinn og aspasinn. Dreifið næst smjör kubbunum jafn yfir allt saman.
3. Setjið álbakkann á ofnplötu og inn í ofninn í um 10 mín eða þar til hann er eldaður í gegn. Toppið hann síðan með steinselju eða kóríander. Gott er að bera fiskinn fram með fersku salati.