Hráefni:
3 kjúklingabringur skornar í litla bita
1 meðalstórt brokkolí skorið í bita
1 msk olía
TERIYAKI:
1 dl sojasósa
2 msk hrásykur eða kókossykur
1 msk sesamolía
1 tsk engifer rifið niður
2 msk maíssterkja
2 hvítlauksgeirar rifnir niður
1/2 tsk sesamfræ, má sleppa
Aðferð:
1. Hrærið saman hráefnin í teriyaki sósuna.
2. Brúnið kjúklinginn á pönnu mjög heitri pönnu, mikilvægt að hafa hana vel heita svo kjúklingurinn brúnist. Ef pannan er ekki nógu heit er hætta á að kjúklingurinn soðni frekar en steikist.
3. Sjóðið brokkolíð í söltu vatni í um 10 mín.
4. Bætið núna sósunni út á pönnuna með kjúklingnum og hrærið í 1-2 mín eða þar til sósan fer að þykkjast. Blandið brokkolí saman við og blandið saman. Berið fram með hrísgrjónum og sesam fræjum.