Auglýsing

Ofnbakaðar hvítlauks-parmesan kartöflur

Hráefni:

  • 1.5 kg litlar kartöflur
  • 60 ml ólívuolía
  • 6 hvítlauksgeirar, skornir smátt eða rifnir niður
  • salt og pipar
  • 1 msk ítalskt krydd
  • 2 dl parmesan ostur, rifinn niður
  • 1 dl smjör
  • steinselja til skrauts

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður. Setjið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Sjóðið kartöflurnar í 5-8 mínútur.

3. Takið stóra skál og blandið saman, ólívuolíu, hvítlauk, salti, ítölsku kryddi, pipar og parmesan osti. Skerið kartöflurnar í helminga og blandið vel saman við í skálina með parmesan blöndunni.

4. Á meðan bræðum við smjörið og steinseljuna saman í potti eða örbylgjuofni. Dreifið kartöflunum jafnt á ofnplötuna og bakið í um 25 mínútur. Gott er að snúa þeim við þegar eldunartíminn hálfnaður. Þegar kartöflurnar koma úr ofninum er smjörinu hellt yfir allt saman. Berið fram strax og njótið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing