Rúmlega fjörutíu mál komu á borð lögreglunnar frá klukkan 19 í gærkvöldi til klukkan 5 í morgun og gistu sex í fangaklefa í nótt.
Meðal þeirra mála sem komu voru, þjófnaður úr verslun, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og tilraunir til innbrota.
Afskipti voru höfð af aðila í hverfi 108, sem er Smáíbúða-, Fossvogs- og Bústaðahverfi, vegna þjófnaðar úr verslun í hverfinu og að auki fundust fíkniefni á honum. Tilkynnt var um aðila sem reyndu að spenna upp glugga í hverfi 101 og í sama hverfi var aðili handtekinn, sem ekki gat gert grein fyrir dvöl sinni hér á landi og var að auki með fíkniefni í fórum sínum. Sá var vistaður í fangaklefa.
Sex voru handteknir vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi vegna gruns um ólöglega dvöl hér á landi. Var sá vistaður í fangaklefa.
Þetta kom fram á vef Mbl.