Auglýsing

Sex gistu í fangaklefa í nótt

Rúm­lega fjöru­tíu mál komu á borð lög­regl­unn­ar frá klukk­an 19 í gær­kvöldi til klukk­an 5 í morg­un og gistu sex í fangaklefa í nótt.

Meðal þeirra mála sem komu voru, þjófnaður úr verslun, akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og tilraunir til innbrota.

Af­skipti voru höfð af aðila í hverfi 108, sem er Smá­í­búða-, Foss­vogs- og Bú­staðahverfi, vegna þjófnaðar úr versl­un í hverf­inu og að auki fund­ust fíkni­efni á hon­um. Til­kynnt var um aðila sem reyndu að spenna upp glugga í hverfi 101 og í sama hverfi var aðili hand­tek­inn, sem ekki gat gert grein fyr­ir dvöl sinni hér á landi og var að auki með fíkni­efni í fór­um sín­um. Sá var vistaður í fanga­klefa.

Sex voru hand­tekn­ir vegna gruns um að hafa ekið und­ir áhrif­um áfeng­is eða fíkni­efna og þá var út­lend­ing­ur hand­tek­inn í Kópa­vogi vegna gruns um ólög­lega dvöl hér á landi. Var sá vistaður í fanga­klefa.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing