Arnhildur Anna Árnadóttir, kraftlyftingakona, var viðmælandi Birnu Maríu í þættinum GYM.
Arnhildur byrjaði að æfa kraftlyftingar til þess að komast í gott form. „Mamma mín var að keppa í kraftlyftingum og hún var í ótrúlega góðu formi. Ég vissi að ég hefði líka meira í mér en að vera bara í ræktinni að gera eitthvað“
Í kjölfarið heyrði hún í þjálfara mömmu sinnar. „Þá fór boltinn svolítið að rúlla og ég skráði mig á fyrsta kraftlyftingamótið.“
Í þættinum tóku þær kraflyftingaæfingu að hætti Arnhildar sem samanstóð af hnébeygjum og réttstöðulyftu. Birna spyr Arnhildi hvað metið hennar sé í hnébeygju og Arnhildur segir það vera 155 kíló en metið hennar í réttstöðulyftu er 172 kíló.
Hér fyrir neðan má sjá þáttinn í heild sinni.