Í gærmorgun greindi Landsbjörg frá því að björgunarsveitir á suðurlandi hafi verið kallaðar út vegna rútu sem farið hafði af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum.
Rútan endaði út í á en allir 23 farþegarnir sem voru um borð sluppu án meiðsla.
Mbl greindi hins vegar frá því að tveir sjúkraflutningamenn, karl og kona, hafi slasast nokkuð þegar þau fuku til í björgunaraðgerðunum.
Rútan var dregin upp úr ánni með traktor en snarvitlaust veður var á svæðinni og fór vindur mest upp í 40 m/s. Karlmaðurinn sem slasaðist fékk djúpt sár á legg og sprungu í sköflung og konan tognaði. Bæði voru með hjálma þegar þau slösuðust sem eru ónýtir eftir bylturnar. Og því ljóst að byltur þeirra hafa verið nokkuð harðar, en sjúkraflutningafólkið stóð uppi á þjóðveginum er vindhviðan skyndilega reið yfir.