Grínistinn Jón Gnarr kynnti í gær hugmyndir fyrir nýjan stjórnmálaflokk á Twitter síðu sinni. Flokkurinn mun bera nafnið Leiðinlegi flokkurinn og Jón hefur þegar farið mikinn í að kynna stefnumál flokksins sem mun meðal annars banna flugelda, setja á sérstakan nagladekkjaskatt og undirbúa móttöku á um 1000 flóttamönnum á ári.
Jón hefur áður stofnað stjórnmálaflokk en hann leiddi Besta flokkinn til sigurs í Reykjavík í sveitastjórnarkosningunum árið 2010 og varð borgarstjóri Reykjavíkur. Það er spurning hvort Leiðinlega flokknum gangi jafn vel en hér að neðan má sjá helstu hugmyndir Jóns.
Leiðinlegi flokkurinn mun gera stórátak í grænmetisrækt og gróðurhúsalandbúnaði á Íslandi, með því að niðurgreiða rafmagn og setja kolefnisskatt á innflutt grænmeti. Við munum líka kynna hvata fyrir bændur að fara útí slíkan búskap #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn sem kynna kolefnisskatt á matvöru. Kjöt og innfluttar vörur munu hækka mest en á móti mun íslenskt grænmeti lækka í verði og eftirspurn aukast #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Komur skemmtiferðaskipa til landsins verða skornar niður um helming milli ára þartil ekkert slíkt skip kemur. Við munum líka hækka öll möguleg gjöld og búa til ný, samtengt þyngd og farþegafjölda #LeiðinlegiFlokkurinn https://t.co/pHp8igzyyn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun gera útlendingum auðveldara að fá viðurkennd starfsréttindi sín á Íslandi. Það verður allt vitlaust útaf því en við munum keyra það í gegn #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun sameina hægri- og vinstriflokka á Íslandi því hann mun mæta andstöðu hjá báðum enda skattaglaður og þver en líka rosalega frjálslyndur #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun gera sveitarfélögum kleyft að takmarka niðurgreiðslu á þjónustu fyrir aðra en "íbúa" svipað og einkaaðilar gera. Þetta þýðir að ferðamenn munu borga svipað fyrir að fara í sund einsog í Bláa lónið #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun setja skatt á ferðamenn sem sækja landið heim og kynna nýjan "Bílaleigubíla-skatt" sem mikil ánægja verðu með #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun gera það sitt fyrsta verk að banna innflutning, sölu og notkun flugelda á Íslandi. Við munum líka banna áramótabrennur. Björgunarsveitirnar verða fjármagnaðar af skattfé #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun tilkynna undirbúning á móttöku um 1000 flóttamanna á ári. Stærsti einstaki hópurinn verða svokölluð "fylgdarlaus börn á flótta." Þetta verður fjármagnað með skattfé #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun setja á sérstakan nagladekkjaskatt. Hann verður ekki táknrænn; circa 10.000 kall á dekk á einkabílum, miklu meira á fyrirtækjabíla. Þetta gjald mun svo vaxa mjög hratt #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun stórlega hækka þungaskatt og eldsneytisgjald og gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga stóran bíl, nema rafmagns. Við munum bjóða fólki sanngjarnt verð fyrir að koma með gamla bíla til förgunar, sama og umboðin taka #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun nota skattfé til að fylla uppí alla skurði sem grafnir hafa verið af ríkinu. Við gefum landeigendum 2 ára frest til að gera hið sama áður en Skurðagjald verður lagt á þar sem fólk borgar fyrir hvern meter af skurði sem það er með #LeiðinlegiFlokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019
Leiðinlegi flokkurinn mun banna innflutning á díselknúnum rútum og gefa rútufyrirtækjum 3 ár til orkuskipta en þá verða þær algjörlega bannaðar og einungis rafknúnar rútur leyfðar. #leiðinlegiflokkurinn
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 20, 2019