Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins.
Eftir yfirlýsingar um að rúðurnar væru óbrjótanlegar, var frekar vandræðalegt þegar aðstoðarmaður Musk braut tvær rúður í bílnum.
„Guð minn fokking góður, kannski var þetta aðeins of fast.“ sagði Musk. En bætti því síðan við að það væri svigrúm fyrir breytingar.
Óvenjulegt útlit bílsins vakti einnig athygi en bíllinn ber heitið Cybertruck og er klæddur ryðfríu stáli. Hafa sumir líkt honum við brynvarðan framtíðarbíl. Þetta er fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl í hinum stóra heimi pallbíla í Norður- Ameríku, en þar eru pallbílar mest seldu bílarnir.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið frá kynningunni.