Auglýsing

Safna fæðingarsögum feðra:„Það er auð­vit­að ekki sjálf­gef­ið að fólk sé til­bú­ið að ræða þett­a“

Parið Gréta María og Ísak vinna nú hörðum höndum að því að safna fæðingarsögum feðra fyrir bók sem þau hyggjast gefa út.

Vilja þau fá bæði gamlar og nýjar sögur, ekki einungis frá nýbökuðum feðrum. Þau bjóðast jafnframt til þess að hitta fólk og skrásetja sögurnar fyrir það ef fólki finnst það betra.

„Það sem ger­ir þett­a verk­efn­i svo skemmt­i­legt er hvers­u ó­lík­a sýn við höf­um á þett­a,“ seg­ir Ísak.

Þau segj­a kveikj­un­a að verk­efn­in­u vera þá að þau hafi oft rætt fæð­ing­ar­sög­ur við vini og vand­a­menn og þar komi ef­laust sterkt inn starfs­vett­vang­ur Grét­u Mar­í­u en hún er ljósmóðir.

„Hug­mynd­in varð tækn­i­leg­a séð til í sum­ar en við höf­um leng­i ver­ið að velt­a þess­u fyr­ir okk­ur. Næst­um því hvar sem við kom­um, um leið og fólk upp­götv­ar að Grét­a er ljós­móð­ir, þá finn­ur fólk þörf­in­a og löng­un­in­a til að ræða sína fæð­ing­u. Hvort sem að það gekk vel eða erf­ið­leg­a,“ seg­ir Ísak.

„Fólk er opið með þett­a, sem er ansi magn­að mið­að við hvers­u per­són­u­legt þett­a er. Það er auð­vit­að ekki sjálf­gef­ið að fólk sé til­bú­ið að ræða þett­a,“ seg­ir Ísak og Grét­a Mar­í­a bæt­ir við: „Þett­a ligg­ur öll­um á hjart­a, því þett­a er svo stór við­burð­ur í lífi fólks. Það er svo gam­an. Það ræða þett­a kannsk­i fleir­i mæð­ur við mig en feð­ur, en þeir leit­a oft­ar til Ísaks. Bæði menn sem eru að verð­a feð­ur og afar.“

Lesa má meira um bókina á facebook síðu sem þau stofnuðu í kringum verkefnið.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing