Eldur kviknaði í fólksbíl á akstri á Granda í Reykjavík um þrjúleytið í dag. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir komnir út úr honum þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Til mikillar lukku var slökkviliðsbíll um 150 metra frá staðnum þegar tilkynningin barst og var hann því mættur á staðinn um einni mínútu síðar. Bíllinn er engu að síður mikið skemmdur.
Höfðu mennirnir reynt að slökkva eldinn með slökkvitæki sem þeir fengu lánað áður en slökkviliðið kom.
Ekki er vitað um eldsupptök en atvikið varð fyrir utan The Northern Lights Center á Granda.
Þetta kom fram á vef Mbl.