Auglýsing

Súkkulaðikúlur með tvöföldu súkkulaði

Hráefni:

220 gr ósaltað smjör, mjúkt

60 gr flórsykur

30 gr kakó

1 tsk vanilla

250 gr hveiti

1/2 tsk salt

100 gr súkkulaði dropar

auka flórsykur til þess að velta kúlunum upp úr

1. Hitið ofninn í 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Þeytið saman smjöri, flórsykri, kakó og vanilludropum þar til blandan verður létt og “fluffy”. Bætið hveiti og salti saman við og hrærið saman. Hrærið súkkulaði dropana saman við með sleif. Ef deigið er of mjúkt má kæla það aðeins þar til auðveldara verður að vinna með það í höndunum.

2. Mótið litlar kúlur úr deiginu og raðið á ofnplötuna. Bakið kúlurnar í 7-10 mín. Takið þær úr ofninum og kælið í 5-10 mín. Veltið þeim síðan upp úr flórsykri. Þegar kúlurnar hafa kólnað alveg gæti þurft að velta þeim aftur uppúr flórsykrinu svo þær sé vel húðaðar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing