Langar þig í barn – en konan vill það ekki? Það gæti verið að hún sé hreinlega of gáfuð til að vilja það.
Rannsókn leiðir í ljós að skýr tengsl eru á milli greindar konu og barneigna hennar – eða skort þar á. Eftir því greindari sem kona er – þeim mun líklegra er að hún kjósi að eignast ekki börn.
Rannsóknin var framkvæmd af Sathosi Kanazawa í London School of Economics og leiddi hún í ljós að löngun kvenna til að eignast börn minnkar um fjórðung við hver fimmtán stig sem hún fer upp í greindarvísitölu.
Sathosi tók einnig til greina breytur eins og tekjur og menntun – en niðurstöðurnar héldust þær sömu.
Hvort sama lögmál eigi við um karla er ekki tiltekið í rannsókninni – en sé tekið mið af henni er ljóst að karlmenn sem vilja stóra fjölskyldu geta ekki verið að setja gáfur konunnar of mikið fyrir sig …