Auglýsing

Meðlætið með páskasteikinni? Ofnbakað rósakál með beikoni og hvítlauk

Hráefni:

  • 4-5 sneiðar beikon, skorið smátt
  • 600 gr ferskt rósakál
  • 3-4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
  • 1 msk balsamik edik
  • sjávarsalt
  • svartur pipar

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 200 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Skerið rósakálið til helminga.

2. Hitið pönnu á miðlungshita. Steikið beikonið þar til þar er orðið mjúkt og byrjað að steikjast, en ekki orðið stökkt. Taktu pönnuna af hitanum og bættu hvítlauknum og basamik ediki á pönnuna og blandaðu allt vel saman.

3. Settu allt rósakálið í miðjuna á  ofnplötunni og helltu beikoninu af pönnunni yfir og blandaðu öllu vel saman. Dreifðu svo jafn úr þessu á plötuna og þetta er kryddað með salti og pipar.

4. Bakaðu þetta í ofninum í 20 mín, þá tekurðu þetta út og hrærir vel upp í þessu og bakar þetta svo aftur í 20 mín eða þar til rósakálið er orðið vel mjúkt og beikonið stökkt. Salt og pipar, eftir smekk. Berið fram heitt!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing