Auglýsing

Egill í Suitup:„Þú þarft að vera með réttu hugmyndina á rétta tímanum”

Egill Ásbjarnarson er gestur vikunnar hjá Jafet Mána í hlaðvarpsþættinum Fram á við. Hann stofnaði fyrirtækið Blendin árið 2013 ásamt Davíð Erni Símonarsyni og í dag rekur hann fyrirtækið Suitup Reykjavík ásamt félögum sínum.

Egill er fæddur árið 1991. Hann stundaði nám á viðskiptabraut Verzlunarskóla Íslands. Samhliða framhaldsskóla byrjaði hann að vinna í fatabúð hjá NTC og var þar í sjö ár með námi. Eftir Verzló fór hann beint í lögfræði í Háskóla Íslands en samhliða lögfræðinni stofnaði hann fyrirtækið Blendin með Davíð Erni.

Þegar Egill var yngri langaði hann að eigin sögn að verða “alls konar” þegar hann yrði stór. Hann segist þó hafa vitað innst inni að hann væri að fara að gera eitthvað fyrir sjálfan sig enda var hann mjög ungur farinn að selja golfkúlur sem hann tíndi á golfvöllum.

Árið 2014 stofnaði Egill svo fyrirtækið Suitup Reykjavík ásamt vini sínum Jökli Vilhjálmssyni. Hvorugur þeirra er lærður fatahönnuður en höfðu þó báðir mikla reynslu af því að vinna í fatabúðum.

 „Jökull kemur til mín með þessa hugmynd, þá var hann búinn að vinna svolítið undirbúningsvinnuna með þetta allt saman og þetta er í rauninni hans hugmynd. Honum vantaði partner, einhvern til að keyra á þetta með sér.“

Þú getur hlustað á viðtalið við Egil í heild sinni hér.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing