Faye Rodgers-Harris hafði barist við aukakílóin í 30 ár og var í kringum 150 kílóin þegar hún tók til í lífsstílnum og fór í magaminnkun, breytti mataræðinu og fór að hreyfa sig reglulega.
En þó hún léttist og liði betur virtist hún ekki grennast á lærunum sama hvað hún gerði.
Hún leitaði að lokum til læknis sem greindi hana með „lipoedema“ sem veldur því að fitufrumurnar í lærunum verða óvenjustórar og það er nær ómögulegt að brenna þeim samkvæmt hefðbundnum leiðum.
Faye segir það hafa tekið mikið á andlegu hliðina að léttast hægt sama hvað hún gerði og það hefði því verið ákveðinn léttir að fá greininguna.
Hún fór í fitusog þar sem hvorki meira né minna en 12 lítrum af fitu var dælt úr lærunum.
Faye þakkar eiginmanni sínum og fjölskyldu fyrir ómælda aðstoð og segir að án þeirra stuðnings hefði henni aldrei tekist að koma sér í það form sem hún er í í dag.