Guðfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan,Erna Kristín Stefánsdóttir, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína en málið er einfalt að mati Ernu, kaupa kjól í réttri stærð og stress.
Erna hefur undanfarið barist fyrir jákvæðari líkamsímynd og hefur meðal annars haldið fyrirlestra um málefnið. Hún segir málið sér kært enda hafði hún sjálf barist lengi við neikvæða líkamsímynd.
„Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“
Hún segir þetta mikilvæga umræðu og með því að tala um þetta sé hægt að bæta lífsgæði kvenna.
„Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna.
Vala Matt hitti Ernu í Ísland í dag í kvöld og má sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.