Auglýsing

Ný íslensk spennuþáttaröð á annan í jólum

Ný íslensk spennuþáttaröð, Brot, hefur göngu sína á RÚV annan í jólum. Við Íslendingar fáum fyrst allra að sjá þáttaröðina en fljótlega á nýju ári mun þáttaröðin verða aðgengileg á efnisveitunni Netflix um allan heim.

Nína Dögg Filippusdóttir og Björn Thors eru í aðalhlutverkum en fjöldi annarra þekktra leikara fer einnig með stór hlutverk í þáttaröðinni, svo sem Sigurður Skúlason, Tinna Hrafnsdóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Bergur Ebbi, Aldís Hamilton, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Víkingur Kristjánsson, Valur Einarsson, Grettir Valsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Gunnar Hansson og Anna Gunndís Guðmundsdóttir.

Þáttaröðin er framleidd af íslensku framleiðslufyrirtækjunum Truenorth og Mystery í meðframleiðslu við Netflix.

Þættirnir eru 8 talsins og verður annar þáttur sýndur strax á nýjárskvöld en eftir það verður þáttaröðin svo á dagskrá á sunnudagskvöldum.

Brot fjallar um rannsóknarlögreglukonuna Katrínu Gunnarsdóttur (Nína Dögg Filippusdóttir )  sem rannsakar óvenjulegt morð við Reykjavíkurhöfn. Lögreglan ákveður að sækja aðstoð út fyrir landsteinana og Arnar Böðvarsson (Björn Thors), mikils metinn lögreglumaður með dularfulla fortíð kemur til landsins, eftir langa fjarveru, og saman reyna þau að stöðva morðingjann. Þeirra eigin djöflar fara að koma fram þegar þau sogast dýpra inn í rannsóknina.

Þetta kom fram á vef Mannlífs.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing