Auglýsing

Tíu lífsreglur Albert Einstein!

Albert Einstein var enginn hattastandur – enda talinn af mörgum sú gáfaðasta mannvera sem uppi hefur verið á jörðinni.

Hann skildi eftir sig nokkrar lífsreglur sem eru gagnlegar hverjum sem vill gera eitthvað jákvætt og uppbyggjandi með líf sitt. Svei mér þá ef þær eiga ekki bara heima á ísskápnum.

 

1. Fylgdu forvitni þinni

Ég hef enga sérstaka hæfileika. Ég er bara forvitinn af ástríðu.

 

2. Staðfesta er ómetanleg

Ég er ekki svo klár – það er bara að ég helst lengur við verkefnin.

 

3. Einbeittu þér að því sem er að gerast NÚNA

Sá maður sem getur keyrt bíl og kysst konu á sama tíma – er ekki að gefa kossinum þá athygli sem hann á skilið.

 

4. Ímyndunaraflið er máttugt

Ímyndunaraflið er allt. Það er fyrirheit um það sem koma skal. Ímyndunaraflið er mikilvægara en fróðleikur

 

5. Gerðu mistök

Sá sem aldrei gerir mistök – reynir aldrei neitt nýtt.

 

6. Lifðu í líðandi stund

Ég hugsa aldrei um framtíðina. Hún kemur nógu fljótt.

 

7. Búðu til virði

Ekki reyna að ná fram velgengni – heldur að vera einhvers virði.

 

8. Ekki endurtaka þig

Geðveiki er að gera það sama aftur og aftur og búast við mismunandi niðurstöðum.

 

9. Þekking kemur með reynslu

Upplýsingar eru ekki þekking. Eina uppspretta þekkingar er reynsla.

 

10. Lærðu reglurnar og leiktu betur

Þú verður að læra reglur leiksins. Og síðan leika hann betur en sá næsti.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing