Tveir íslenskir menn voru handteknir í flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni en þeir reyndust báðir vera að smygla fíkniefnum til landsins. Var annar þeirra eftirlýstur af lögreglu vegna annarra mála. Mennirnir voru að koma frá Alicante á Spáni.
„Tollgæslan stöðvaði för þeirra vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni innvortis og reyndist sá grunur á rökum reistur. Annar var með nokkrar pakkningar af hassi og hinn með töflur innvortis sem voru vafðar inn í sellofan,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Þetta kom fram á vef Mbl.