Það er komið að loka tónleikum haustdagskrár Múlans að þessu sinni á Björtuloftum í Hörpu. Á tónleikunum, sem að þessu sinni fara fram í kvöld 13. desember, kemur fram hljómsveit söngkonunnar Unu Stef: Una Stef & the SP74.
Þau munu flytja jólalög úr ýmsum áttum og setja þau í sinn búning, en hljómsveitin er þekkt fyrir mikla stemningu á sviði. Ásamt Unu koma fram, Elvar Bragi Kristjónsson, trompet/flugelhorn, Sólveig Moravék, saxófónn/flauta, Daníel Helgason, gítar, Baldur Kristjánsson, bassi og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir, trommur.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2500, 1500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is .