Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í dag, í fyrsta sinn í vetur og eru sjö skíðalyftur opnar. Þetta kom fram á vef Vísis.
„Færið er á heimsklassa. Það eru níu stiga frost, það var troðið fyrir tíu klukkutímum þannig það er alveg sama hvert þú ferð í heiminum, þetta er best í heimi,“ segir Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins.
Þrátt fyrir það er snjórinn í fjallinu ekki ýkja mikill.
„Norðanáttin sem kom hérna um daginn tók níutíu prósent af snjónum í burtu og nær brekkur sem eru opnar eru allar gerðar af snjótroðurum. Þannig ef horft er yfir fjallað er þetta eins og í útlöndum þar sem er snjókerfi, búið að blása snjó og grasið grænt við hliðina, nema það er grjót hjá okkur“
„Nú erum við komnir í almenna opnun og það er opið fram að Þorláksmessu og þá fáum við tvo frídaga eða þrjá og svo opnum við aftur annan í jólumׅ,“ segir Einar.