Svona ef milljarðamæringum heimsins er byrjað að leiðast lúxus snekkjurnar sínar – þá geta þeir alltaf bara keypt sér manngerða lúxus eyju í staðinn.
Það er fyrirtækið Migaloo Private Submersible Yachts sem stendur að hönnun eyjanna – en þær geta verið eftir höfði hvers og eins.
Tæknin er til staðar og milljarðamæringar heimsins verða bara ríkari og ríkari með hverjum degi sem líður – svo þeir ættu vel að geta spanderað í svona.
Allt á eyjunni er hannað í lúxus stíl – og ekki má gleyma penthouse íbúðinni sem er í 80 metra hæð yfir sjávarmáli. Þangað má auðvitað fara með lyftunni.
Ekki ónýt pæling fyrir efri árin svona ef það gengur vel að leggja inn á lífeyrissjóðinn …