Maður hefði haldið að prump væri bara prump – en svo er víst ekki.
Maður nokkur saknaði bróður síns sem hafði flutt í burtu frá heimabæ þeirra. Af einskærri góðmennsku þá ákvað hann að senda honum upptöku af prumpi sínu.
Strax í annarri upptöku tók hann eftir nokkru stórkostlegu sem hann hafði gert – án þess að vera að reyna það. Prumpið var með hvorki meira né minna en sjö tóna.
Hann tók sig því til og fór að vinna aðeins með þessa melódíu og komst að því að hún var virkilega góð – enda er myndbandið með 5,7 milljón áhorf á YouTube!
Þannig hver veit nema lagið sem þú fílar sé bara einmitt búið til úr prumpi?