Auglýsing

Upplifa öðruvísi jól í Katar

Árið 2019 hefur verið viðburðaríkt hjá hjónunum Aroni Einar Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, og Kristbjörgu Jónasdóttur en á árinu skipti Aron Einar um félag og fór frá Cardiff á Bretlandseyjum til Al Arabi í Katar.

Þetta þýddi að fjölskyldan þurfti að setjast að í nýju umhverfi, öðru landi og heimsálfu.

„Það er heitt, ennþá heitt þó það sé desember. Um 24 gráður í desember og maður er ekki vanur því á þessum árstíma. Það er voðalega gott að vera þarna. Mjög fjölskylduvænt og rólegt,“ segir Aron Einar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég vakna mjög glöð þarna og alltaf til í daginn. Sólin og birtan gefur manni extra orku,“ segir Kristbjörg.

Þau hjónin stofnuðu á dögunum nýtt húðvöru-fyrirtæki á Íslandi og segjast óneitanlega vera að hugsa um framtíðina, hafa eitthvað sem bíður eftir þeim þegar knattspyrnuferli Arons lýkur.

„Við erum svolítið að hugsa út í framtíðina, en erum líka í núinu. Við erum að stofna fyrirtæki og vörulínu hér á Íslandi. Það er eitthvað sem við erum að spá í varðandi framtíðina, til að hafa eitthvað þegar við komum heim,“ segir Aron.

Jólin halda þau í heima, í Katar, en þetta eru fyrstu jólin þeirra þar.

„Við reynum að halda í okkar hefðir en það verður erfitt því þú mátt ekki ferðast með hamborgarhrygg inn í landið og ég er alinn upp við að borða það um hver jól. Hún er meira fyrir kalkúninn,“ segir Aron.

Sjáðu viðtalið við þau hjón í heild sinni hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing