Auglýsing

Reykjavíkurdætur á lista yfir bestu tón­leika ársins 2019

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur, sem kalla sig nú Daughters of Reykjavík, komust fyrr í vikunni á lista yfir bestu tón­leika ársins 2019 hjá einu virtasta tón­listar­blaði í Dan­merkur, Bands of Tomor­row.

Reykjavíkurdætur spiluðu á tónlistarhátíðinni Musik i Lejet í Danmörku nú í sumar og hafði blaðið áður gefið tónleikunum fullt hús stiga. Nú eru tónleikarnir komnir á lista yfir þá bestu þetta árið.

Þór­dís Björk Þor­finns­dóttir, leik­kona og ein Reykja­víkur­dætra, segir að til­nefningin komi skemmti­lega á ó­vart.

„Við erum orðnar mjög vanar því að spila á stórum tón­leikum og skemmtum okkur yfir­leitt mjög vel á sviði. Ég held að al­mennt séum við frekar geggjaðar,“ segir Þór­dís Björk og hlær.

„Þetta var sama upp­setning og við höfum verið að keyra á tón­leikum undan­farið. Í minningunni voru voru á­horf­endurnir kannski ó­venju hressir. Það gefur manni alltaf eitt­hvað extra þegar maður stendur á sviði,“ segir Þór­dís Björk.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing