Auglýsing

Ofnbakaður lax með parmesan-aspas og sítrónu

Hér þarf ekki að nota margar pönnur og potta. Allt eldað saman á einni ofnplötu og útkoman er ljúffeng!

Hráefni;

  • 1/2 kg litlar kartöflur, skornar í tvennt
  • 1 dl ólívuolía
  • salt + pipar eftir smekk
  • 1/2 kg laxaflak
  • 1 msk hunang
  • 2 hvítlauksgeirar rifnir niður
  • 1 msk af hverju, timjan-oregano-steinselja
  • 2 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne pipar
  • 1 dl fersk basilikka söxuð niður
  • 3 sítrónur ( börkurinn rifinn niður af tveim þeirra og sú þriðja skorin niður í sneiðar)
  • 1 búnt ferskur aspas
  • 1 1/2 dl parmesan ostur rifinn niður

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 210 gráður. Leggið bökunarpappír á ofnplötu.

2. Blandið í skál 2 msk ólívuolíu, hunangi, hvítlauk, steinselju, timjan, oregano, papriku, cayenne, basiliku og sítrónuberki og blandið vel saman.

3. Leggið laxinn í miðjuna á plötunnni. Nuddið kryddblöndunni vel á allan laxinn, hjúpa hann vel. Dreifið aspas í kringum laxinn og dreifið parmesan osti yfir. Leggið sítrónusneiðar yfir allt saman, laxinn og aspasinn.

4. Setjið plötuna í ofninn og bakið í um 10-20 mín, fer eftir því hversu vel þú vil baka laxinn.

Gott er að bera þetta fram með heimalöguðu Basil Chimichurri, en það er ekki nauðsynlegt.

Basil Chimichurri:

  • 1 dl ólívuolía
  • 2 msk rauðvínsedik
  • 2 1/2 dl fersk basilika
  • 1 dl ferskt kóríander
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Chilli flögur muldar
  • salt eftir smekk

Blandið öllum hráefnum í matvinnsluvél eða maukið með töfrasprota.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing