Auglýsing

Endugerðin af Cats fær ekki góða dóma

„Cats skil­ur eft­ir minn­ing­ar sem er best að gleyma.“ Þannig hljóm­ar fyr­ir­sögn fjöl­miðils­ins CNN um kvik­mynd­ina Cats sem var frum­sýnd nú í vik­unni.

End­ur­gerðin af söng­leikn­um fræga virðist fá slæma dóma, hvert sem litið er. Breska rík­is­út­varpið BBC gef­ur Cats tvær stjörn­ur af fimm mögu­leg­um og segir myndina hvorki hafa hjarta né sál.  The Guar­di­an lýs­ir kvik­mynd­inni sem ógeðsleg­um hár­bolta af skelf­ingu.

Þá hef­ur kvik­mynd­in fengið eink­un­inna 16% af 100% á vefsíðunni Rotten Tom­atoes. Á IMDb er fólk aðeins já­kvæðara og gef­ur kvik­mynd­inni ein­kunn­ina 5,1 af 10, sem þykir þó ekki ýkja gott.

CNN seg­ir kvik­mynd­ina alls ekki góða og best sé að gleyma henni bara en hún sé þrátt fyrir það ekki jafn mikið stór­slys og bú­ist var við eftir að fyrsta stiklan úr kvik­mynd­inni var birt.

Fjöldinn allur af stjörnum leika í myndinni á má þar á meðal nefna Taylow Swift og Jenni­fer Hudson.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing