Talsverðar tafir urðu á umferð þegar eldur kviknaði í snjóruðningstæki á Vesturlandsvegi við Grafarholt rétt eftir klukkan sjö í morgun.
Bíllinn var orðinn alelda þegar slökkviliðsmenn, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Bíllinn, sem er stór pallbíll með hefiltönn að framan, er gjörónýtur. Ökumanni varð ekki meint af að sögn varðstjóra en upptök eldsins eru ókunn á þessari stundu.
Þetta kom fram á vef Vísis.