Ábreiðuhljómsveitin Bjartar sveiflur stendur fyrir svokölluðu „prom“ á Hressó í kvöld, en þetta er annað árið í röð sem viðburðurinn er haldinn. Gestir klæða sig upp á í anda bandarísku hefðarinnar í kringum lokaböll í gagnfræðaskólum þarlendis.
Valin verða „Prom king“ og „Prom queen“ en það eru tískuskvísurnar Erna Bergmann og Saga Sig sem sjá um valið.
Strákarnir í bandinu segjast stefna á að halda hefðinni við um ókomin ár og eru nú þegar farnir að undirbúa Prom 2020.
„Stimplum okkur út úr jólastressi, dönsum og gleymum, umvafin all things prom“ segir á facebook síðu viðburðarins.