Auglýsing

Kviknaði í kertaskreytingu í Grafarholti

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar tilkynnt var um eld í raðhúsi í Þorláksgeisla í Grafarholti í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á staðinn var búið að slökkva eldinn og allir slökkviliðsbílar nema tveir sendir til baka.
Eldurinn kviknaði í kertaskreytingu á borði í húsinu. Að sögn varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var smá reykjarslæða inni í húsinu, en ekki var talin þörf á að beita tækjum til að reykræsta. Slökkviliðsmenn voru á staðnum á meðan húsnæðið var loftað út.
Þetta kom fram á vef Rúv.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing