Brunavarnir Árnessýslu berjast nú við eld í sumarbústað við Biskupstungnabraut.
Bústaðurinn er talinn vera mannlaus og segir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, að þrátt fyrir að mikill hiti sé í eldinum sé ekki talin hætta á að eldurinn breiðist út í nærliggjandi sumarbústaði.
Einnig er mikill gróður í kringum húsið en Haukur segist ekki vita til þess að kviknað sé í honum.
„En það er mikill hiti og við erum með dælubíl og tankbíl á leiðinni til að bregðast við.“ segir hann í samtali við Fréttablaðið.