Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður greindist með grunnfrumukrabbamein í andliti í vor.
Hann greinir frá þessu í árlegu fréttabréfi sínu sem hann sendi á vini og vandamenn í gær. Meinið var skorið burt skömmu eftir greiningu og það heftur ekki bært á sér síðan, segir Gísli í póstinum.
„Ég var greindur með þetta í vor og húðlæknir skar meinið burt skömmu síðar og þegar ég fór aftur í tékk núna í desember var allt í þessu fína. Ég var hinsvegar ekkert að segja frá þessu þá, Vikan var ennþá í loftinu ég vildi ekki vera að búa til einhverja dramatík út af einhverju sem er ekki neitt neitt.“
„Engar áhyggjur, ég er alveg hraustur. Grunnfrumukrabbamein er ekki lífshættulegt og er talið svo saklaust að það er ekki tekið með í tölum um nýgengi krabbameins á Íslandi. Það stendur að minnsta kosti á Vísindavefnum. En heitir samt þessu hræðilega nafni,“ skrifar Gísli Marteinn.