RARIK mun koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysi í hinu fordæmalausa illviðri sem brast á 10. desember 2019. Þetta kemur fram á heimasíðu RARIK.
Þar kemur fram að ýmsir hafi orðið fyrir kostnaði vegna olíu- og gasnotkunar við framleiðslu á rafmagni eða við upphitun. Fólki er bent á að sækja um endurgreiðslu á þeim kostnaði með því að fylla út eyðublað á heimasíðunni.