Auglýsing

Notar þú munntókbak? – Rannsókn sýnir að það hefur alveg jafn slæm áhrif og reykingar!

Í norskri rannsókn sem gerð var á munntóbaki og birt á vef nrk.no – kemur í ljós að munntókbak er alveg jafn slæmt fyrir þig eins og reykingar.

Virkni æðakerfisins var mæld í 1.500 heilbirgðum einstaklingum og komu munntókbaksnotendur alveg jafn illa út og reykingamenn.

Eli-Ann Skaug, sem fór fyrir rannsókninni, sagði þetta um niðurstöðurnar:

„Þær leiddu í ljós að geta æðakerfisins til að auka blóðflæði og hreinsa blóðtappa var snarlega minnkuð hjá þeim sem notuðu munntóbak, rétt eins og hjá reykingafólki.“

„Eins er þekkt að munntóbak eykur líkurnar á krabbameini – og óléttar konur eiga á meiri hættu að eiga fyrirbura eða missa fóstur við notkun munntóbaks.“

Þetta eru náttúrulega ekki góðar fréttir fyrir þau sem hafa notað munntóbak í staðinn fyrir að reykja og haldið að það hafi verið heilbrigðari kosturinn …

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing