Ekki hefur verið leitað að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur það sem af er degi vegna slæmra leitarskilyrða á Suðurlandi en Rimu hefur verið saknað síðan á föstudagskvöldið. Talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey.
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sagði í samtali við RÚV að björgunarsveitin Víkverji í Vík hafi farið á leitarsvæðið í gærmorgun en í dag sé veðurspáin leiðinleg.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að tekin verði ákvörðun um áframhald leitar síðdegis í dag.