Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum!
Ég var í spili þar sem spurt var um Píus Páfa Xl sem Píus Páfa Extra Large og þetta hefur verið mjög erfitt kvöld eftir það
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) December 29, 2019
Pabbi að reyna að sannfæra mig um að gerast krimmahöfundur: “Jú, það er svona dulið ofbeldi í þér.”
— Fríða Ísberg (@freezeberg) December 29, 2019
Heyrt á ferðinni:
Gaur 1: þetta er vegan
Gaur 2: Ojj OJ VEGAN KAFFI!?
Gaur 1: Þetta er bara venjulegt svart kaffi sko. Allt svart kaffi er vegan…
Gaur 1: … ó, já ok…— Auður Magndís (@amagndis) December 28, 2019
Ég fór í barnaafmæli og spurðu hvort það ætlaði í alvöru engin að segja neitt. Ég er núna óviðeigandi frænkan pic.twitter.com/nlv7BOcZ4Y
— Drífa Pálín Geirs (@DrifaP) December 28, 2019
Eftir fæðingu sonar okkar var Pétur svo uppgefinn að hann gat ekki náð tappanum af powerade flösku og bað mig um að gera það fyrir sig.
— Fanney (@fanneybenjamins) December 28, 2019
Í gær rifnuðu gallabuxurnar mínar þvert yfir rassinn og ég fattaði það fyrst þegar ég var í escape room með vinkonum mínum og ein þeirra lýsti upp myrkvað herbergið með útfjólubláu vasaljósi og skjannahvítar rasskinninnarnar mínar birtust
— nikólína hildur (@hikolinanildur) December 28, 2019
Var ólétt 2017, 2018 og 2019! Svo áramótaheitið mitt fyrir 2020 er að láta ekki barna mig
— ruthrafns (@ruthrafns) December 28, 2019
Dóttir: „Hvað kallarðu fyndna mandarínu?“
Pabbi: „Veitiggi!“
D: „Brandarínu!“#pabbatwitter— siggi mús (@siggimus) December 28, 2019
Ég fór í nudd áðan en handan skilrúmsins lá skandinavískur maður á besta aldri og stundi allar 60 mínúturnar sem gaf nuddinu töluvert erótískari undirtón en ég gerði ráð fyrir.
— Sigtún Karls (@Sigrunkarls) December 28, 2019
Það á aldeilis að brjóta sjálfstraustið manns hérna á Filippseyjum
Fótsnyrtirinn: Where are you from?
Ég: Iceland
F: That makes sense, that’s why you are so white10mín seinna
Ég: Should I pick coral nailpolish or white?
F: Coral, you are way too white for the white one⛄️
— Kristín Kormáks (@krizzasol) December 28, 2019
Það þykir ekki í anda jólana að ræða það að drengurinn sem söng um að hann hefði séð móður sína halda framhjá föður sínum með jólasveininum sé nú orðinn fullorðinn karlmaður, sem á erfitt með að treysta konum og hefur aldrei náð sér fyllilega eftir erfiðan skilnað foreldra sinna.
— Gaukur (@gaukuru) December 28, 2019
Mjööööög gömul að horfa á Rúv á föstudagskvöldi, hneykslast á orðaforða og beygingarerfiðleikum unga fólksins og hvernig jafn freðið viðtal sem er ekki í beinni er sýnt alþjóð. Alveg.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) December 27, 2019
kokkáll er besta bók sem ég hef lesið opnaði hana kl 19:45 og lagði hana ekki frá mér fyrr en ég kláraði hana, 3 mínútum síðar núna ætla svo að klára dag hjartar bókina fyrir kl 21
— Tómas (@tommisteindors) December 27, 2019
Veit ekki hvort mér finnst verra að einhver sé að nota mynd af mér á Tinder eða að sá hinn sami telji mig líta út fyrir að vera 15 árum eldri en ég er.. pic.twitter.com/0kcsoAUD9Z
— Gunnlaugur Bragi (@gunnlaugurbragi) December 27, 2019
Við erum heilbrigt, eðlilegt og nægjusamt samfélag. pic.twitter.com/SmtVL6omUO
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) December 27, 2019
Ég á sjö systur og er undantekningalaust kölluð amk þremur nöfnum af foreldrum mínum áður en rétt nafn kemur. Alltaf.
Stundum gefst pabbi upp og segir bara ,,æi hvað heitirðu aftur?”
— Laufey Kristins (@laufeykristins) December 27, 2019
kvensjúkdómalæknir á færeysku er klammakíkjari.
ég veit reyndar ekkert um það en það kæmi mér ekkert á óvart
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) December 27, 2019
Jæja hér má svo sjá hvernig gömlu tókst svo að koma @GummiBen á óvart í jólaboðinu og spila eftirminnilega flutning hans á jólalaginu Ég og Þú.
Gleðin leynir sér ekki hjá múttu sem lemur í borð og sýnir lipra danstakta. pic.twitter.com/kHqd3th8NZ
— Albert Ingason. (@Snjalli) December 27, 2019
Sá frænda minn taka upp lítinn blaðsnepill áður en hann kláraði setninguna: hvernig gengur með litla þinn, Bjarka Hrafn? Besta life hack sem ég hef séð lengi. Hann bara mætti í fjölskyldu jólaboð með nafnalista. https://t.co/PlSZMGifZd
— Elva Ágústsdóttir (@ElvaAgusts) December 27, 2019
Þegar þú gubbar aðeins upp í þig í spinning tíma og veist ekki hvort það sé af áreynslu eða afþví kennarinn er að spila Scooter.
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) December 27, 2019
Var allt í einu að hugsa um að það yrði leiðinlegt að vera single á gamlárs því hefði ég engan til að fara í sleik við á miðnætti.Mundi svo að ég hef verið í sambandi flest undanfarin áramót án þess að ég hafi farið í sleik á miðnætti,hef bara lært af T.V að það sé eitthvað thing
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 27, 2019
Ég var í gær ára gamall þegar ég fór í spa í fyrsta sinn. Leiðinlegri tímasóun get ég varla hugsað mér. Ráfa um í slopp á milli mis heitra eða kaldra baða, næst fer ég frekar bara í sturtu og fæ mér vínglas fullklæddur. Annars er ég bara nokkuð hress
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) December 27, 2019
Pabbi lét mig fara á bílnum sínum því hann ætlar að þrífa minn, ég auðvitað tók lyklana af báðum bílum með mér í vinnuna pic.twitter.com/OjUCBT0h4h
— Jóla Brie(t) (@thvengur) December 27, 2019
Jæja hvað höfum við hér ekki eru þetta foreldrar mínir sem fyrir rúmri viku síðan vildu ekki fá kött inn á heimilið???? pic.twitter.com/WH70RDXtDY
— Kristín Ólafsdóttir (@krolafs) December 27, 2019
Lífið getur orðið aðeins meira kúl ef þú notar réttu orðin. Ég fer í búðina (leiðinlegt), vinur minn fer í kjörbúð (heimsborgari) og konan mín fer á markaðinn (exótískt).
Notum orðin okkar.
Veit um einn sem fer alltaf í matarbúð (skrítin).
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) December 27, 2019
#ársins heldur áfram!
#27 Samfélagsmiðlar ársins (kveðjur og póstar) pic.twitter.com/zCoavJV3VF— Guðmundur H. (@gudmundurhg) December 27, 2019
Búin að vera með 8 og 12 ára 24/7 í rúma viku. Ef ég þarf að sjá eitt fyndið tiktok enn eða resetta annað password eða heyra eitthvað fleira sem gerðist í fornite eða læra um nýjan youtube gamer þessi jólin þá geng ég í Ermasundið.
— Berglind Festival (@ergblind) December 27, 2019
Fyrir svona 20 árum byrjaði amma mín á þeirri jólahefð að segja með rámri röddu milli Gold Coast smóka: “Mikið djöfull vona ég að þetta verði mín síðustu jól”
Hún er enn á lífi #ömmutwitter— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) December 27, 2019