Auglýsing

Stofnandi Primera Air stofnar nýja ferðaskrifstofu

Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er að fara af stað með nýja ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays.

Andri staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá á vef Túrista.

Í samtalinu segir Andri að búið sé að stofna ferðaskrifstofuna og sækja um ferðaskrifstofuleyfi hjá Ferðamálastofu. Hann segir ekki tímabært að tjá sig meira um málið enda sé töluverð vinna eftir.

Á vef Túrista er greint frá því að Aventura auglýsi eftir starfsfólki inni á vefnum Alfred.is. Þar kemur fram að Aventura sé ný íslensk ferðaskrifstofa sem muni hefja rekstur nú í janúar og bjóða Íslendingum „spennandi ferðaframboð með því að nýta sér nýjustu tækni í þróun bókunarkerfa til að finna hagkvæmustu ferðir fyrir viðskiptavini sína.“

Andri Már stofnaði flugfélagið Primera Air og starfaði jafnframt sem forstjóri þess. Félagið varð gjaldþrota í október í fyrra. Í kjölfar greiðslustöðvunar Primera Air keypti TravelCo, félag í eigu Andra Más, allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing