Rúta með 17 erlenda ferðamenn um borð valt skammt frá Laugarvatni á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Rútan fór út af veginum milli þjónustumiðstöðvarinnar á Laugarvatni og Lyngdalsheiðar. Brunavarnir Árnessýslu sendu dælubíl auk sjúkrabíla á vettvang og sömuleiðis var óskað eftir aðstoð sjúkraflutningamanna í Reykjavík. Mun betur fór en óttast var í fyrstu en rútan fór alveg á hliðina.
Rúta var einnig send á vettvang sem flutti farþegana annað en einn var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á sjúkrahúsi.
Þetta kom fram á vef Rúv.