Auglýsing

Fjallagarp­urinn John Snorri er lagður af stað til Pak­ist­an

John Snorri Sig­ur­jóns­son er lagður af stað til Pak­ist­an, þar sem hann hyggst klífa K2, næst­hæsta fjall heims, og verða um leið fyrsti maður­inn sem kemst á topp þess að vetri til. Sjá einnig hér.

John varð árið 2017 fyrsti Ís­lendingurinn til þess að komast á topp fjallsins K2 en hingað til hefur engum tekist það að vetri til. Í samtali við Mbl segir hann ferðaáætl­un­ina nú þá sömu og síðast, eini mun­ur­inn sé veðrið.

„Það er rosa­lega kalt og erfitt að at­hafna sig í þessu veðri,“ seg­ir hann. Eft­ir að hóp­ur­inn verður bú­inn að koma búnaði fyr­ir í búðum seg­ir John viðbúið að hann þurfi að bíða eft­ir að „veður­gluggi opn­ist“. Allt í allt tek­ur ferðalagið um þrjá mánuði, seg­ir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing