Auglýsing

Morgunverðarbeygla með eggi, beikoni og avocado

Hráefni:

  • 4 beyglur, skornar í þvert í þvennt
  • 2 avocado
  • 1 lime, safinn
  • 8 cherry tómatar skornir í bita
  • 4 tsk chilli mauk
  • 4 msk sýróp eða hunang
  • 12 beikonsneiðar
  • 1 msk ólívuolía
  • 4 egg

Aðferð:

1. Hitið ofninn 180 gráður og setjið bökunarpappír á ofnplötu. Ef götin á beyglunum eru lítil má stækka þau aðeins með því að skera úr þeim með hníf.

2. Stappið avocado ásamt lime safa og smá salti. Bætið tómötunum saman við og leggið til hliðar.

3. Blandið saman sýrópi og chilli mauki. Raðið beikoni á ofnplötu og penslið með sýróps/chilli blöndunni. Setjið í ofninn í um 8-10 mín eða þar til beikonið er orðið stökkt, takið það úr ofninum, snúið sneiðunum við og penslið þær með sýróps/chilli blöndunni. Setjið aftur inn í ofn í um 5-7 mín.

4. Á meðan beikonið er í ofninum, setjum við beyglurnar í eldfasta pönnu (sem má fara inn í ofn), snúum opnu hliðinni niður og ristum í um 1-2 mín. Færum af hitanum og smyrjum avocado maukinu á ristuðu hliðina.

5. Stillið ofninn á grill. Raðið beikoninu inn i beyglurnar og lokið þeim. Brjótið eitt egg ofan í hverja holu á beyglunum og setjið svo pönnuna með beyglunum inn í ofninn í um 10 mín eða þar til eggin eru elduð. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing