Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle tilkynntu það á miðvikudaginn síðastliðinn að þau ætli að draga sig í hlé og hætta að sinna embættisskyldum sínum fyrir konungsfjölskylduna.
Forráðamenn Madame Tussauds safninu í London brugðust hratt við og hafa nú tekið vaxmyndastyttur af Harry Bretaprins og Meghan Markle af safninu. Konungsfjölskyldan er sögð vera ósátt við ákvörðun hjónanna. Í Twitter-færslu frá safninu má sjá mynd þar sem búið að fjarlægja stytturnar tvær og við færsluna stendur: „Við verðum að virða óskir þeirra“
We’ve got to respect their wishes ?♂️ #Megxit pic.twitter.com/mb936VcqRd
— Madame Tussauds London (@MadameTussauds) January 9, 2020