Íslendingar sigruðu fyrsta leik sinn í E-riðlinum á EM gegn Dönum, ríkjandi heims- og Ólympíumeisturum, nú í kvöld. Unnu þeir leikinn 31-30.
Þjóðin fylgdist að sjálfsögðu spennt með sínum mönnum og hér má sjá brot af því sem stoltir Íslendingar höfðu að segja um leikinn á Twitter:
Það er eins og Alexander Peterson hafi bara farið í helgarfrí og komið aftur ! What a man #emruv #handbolti
— Gummi Magg (@Gummimagg78) January 11, 2020
Elska hvað ég verð alltaf peppuð eftir svona sigra hjá Íslandi og fer beint á dohop að skoða flug! ? #em2020 #emruv #strakarnirokkar #handbolti
— Linda Thordar (@LindaThordar) January 11, 2020
Gummi kóngur. Við unnum þetta á smáatriðunum. Danir bjuggust ekki við því að Gummi yrði í svörtum gallabuxum… #strakarnirokkar #handbolti #Ehfeuro2020 #emruv #handball pic.twitter.com/5HSKkr5WyW
— Guðmundur Björnsson (@GummiHB) January 11, 2020
Ég er með nokkrar ábendingar til Arons Pálma, fáein atriði sem hann þarf að laga í leik sínum…EÐA EKKI! #emruv #handbolti
— Thorsteinn J. (@Thorsteinnj) January 11, 2020
Röddin mín er farin. En við unnum Dani. Þannig að hvað með það. #emruv #handbolti
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) January 11, 2020
Þetta landslið!!!! Aron Pálmarsson er vél, sá besti! Lexi, vá!! Velkominn aftur. Allir strákarnir stórkostlegir!!!! Guðmundur Guðmundsson sýnir enn og aftur og sannar að hann er besti þjálfari heims. #emruv #seinnibylgjan #handbolti #handball #Ehfeuro2020
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) January 11, 2020
@aronpalm er eitthvað annað sko ?❤️! Elska þetta lið í heild sinni reyndar líka – mjög mikið! ❤️ #emruv #áframísland #handbolti
— Stefanía Hrund (@stefaniahrund) January 11, 2020
Þvílíkur leikur, þvílík frammistaða, orðlaus. Gummi sýnir að hann er besti þjálfari heims, þvílíkt afrek. Þetta hlýtur að vera ennþá sætara fyrir hann! #EMRuv #RuvIthrottir #Handbolti
— Dalmar Ragnarsson (@DalmarBluenose) January 11, 2020
Vel gert Ísland! Nú spái ég að EM-geðveikin kikki inn hjá Íslensku þjóðinni með tilheyrandi heilsíðuauglýsingum í mánudagsblöðunum:
– Olís með markatöluafslátt
– Elko auglýsir sjónvörp
– Icelandair selur sæti út á mótið#handbolti #emruv— Greipur Gíslason (@GreipurGisla) January 11, 2020
Og fólk grenjaði yfir því að Gummi hafi valið einhverja gamla kalla.. það djókið. Sà leikur!! ?????????? #emruv #handbolti
— Sindri Már Stef (@sindrimarstef) January 11, 2020
Ég dýrka ykkur strákarnir okkar. Aldrei verið svona stoltur. Sorry börnin mín #EMRUV #HANDBOLTI
— Maggi Peran (@maggiperan) January 11, 2020
Guðjón Valur hefur skorað fleiri landsliðsmörk en allir aðrir landsliðsmenn Íslands samanlagt fyrir utan Alexander #emruv #handbolti #isldan
— Viktor P. Finnsson (@VpFinnsson) January 11, 2020
Má ekki nota þessi led-ljós á bak við mörkin eitthvað meira? Til dæmis henda upp grænu ljósi þegar skorað er? Eða regnbogadiskó þegar enginn er í marki? #handbolti #emruv
— Sverrir Fridriksson (@Sigurdrifa) January 11, 2020
Aron Pálmarsson búinn að koma að 13 af 15 mörkum Íslands í fyrri hálfleik.
7 mörk, 5 stoðsendingar og 1 fiskað víti ???#handbolti #emruv— HBStatz (@HBSstatz) January 11, 2020
EM 2016: vinnum Norðurlandaþjóð í fyrsta leik, síðan ekki söguna meir og dettum út.
EM 2018: vinnum Norðurlandaþjóð í fyrsta leik, síðan ekki söguna meir og dettum út…
EM 2020: er nema von að maður sé stressaður…#EMRUV #strakarnirokkar #handbolti— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) January 11, 2020
Unreal frammistaða . Okkar eldgamla jaðarsport #emruv #handbolti
— Sigurður Ólafsson (@siggiolafss) January 11, 2020
Ein í sófanum með trylltan hjartslátt og tár í augunum. Þvílíkur leikur og þvílíkt lið! #handbolti #emruv
— Hulda María (@littletank80) January 11, 2020