Handtaka þurfti sama manninn tvisvar sinnum í nótt. Maðurinn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í nótt grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna en var sleppt þegar töku blóðsýna var lokið.
Seinna um nóttina þurfti lögreglan aftur að hafa afskipti af manninum á skemmtistað í miðbænum. Þar á maðurinn að hafa ógnað fólki með hníf. Í framhaldi af því var maðurinn vistaður í fangaklefa yfir nótt.