Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum! Njótið kæru vinir!
Þegar ég svæfi, þá hugsa ég oft um hvað það væri gott að vera T-1000. Geta hermt eftir útliti og rödd móður, lagt barnið sofandi niður og tekið handlegginn undan án þess að það rumski. Látið mig svo bráðna í poll og leka hljóðlega undir hurðina og út úr herberginu. pic.twitter.com/j0EV7saniO
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) January 12, 2020
-Heyrðu, fóruð þið ekki í leikhús í gær?
-Jú, einmitt
-Hvað sáuð þið?
-Æ, þarna Lasanja frændi eða eitthvað…— 107 stjórinn (@asabergny) January 12, 2020
Hafiði verið í partýi með týpu sem grípur reglulega fram í fyrir ykkur og segir „ja nei sko, allar rannsóknir sýna fram á að xxx“ TÝPAN ER ÉG. HJÁLP ?
— Dr. Sunna (@sunnasim) January 11, 2020
skvísan í hvar er Valli bolnum ætlar rakleitt heim að hringja í vinalínuna pic.twitter.com/Jt18xb8kJ9
— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) January 11, 2020
Hvað segiru Kári – hvernig líður þér? #emruv pic.twitter.com/HHlqu3MSTL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 11, 2020
Mér finnst vöntun á umræðunni að Logi Geirs er klæddur einsog töframaður á setti?
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) January 11, 2020
Árið 1989 unnu mamma og pabbi rúmar tvær kúlur í Lottó. Því var fagnað út á svölum í Breiðholtinu. Pabbi í sloppnum með pípu og manma með samfarahárgreiðslu. Litla veislan! pic.twitter.com/JxeGRPzGNf
— Maggi Peran (@maggiperan) January 11, 2020
Ef ég hefði vitað hvað er mikið af góðu og djúsí djammi í boði fyrir 38 ára mig, þá hefði 18 ára ég kannski eytt aðeins minni tíma og orku í að leggja nýjar kennitölur, nöfn og stjörnumerki á minnið bara til að komast inn á Sportkaffi.
— Dr. Sunna (@sunnasim) January 11, 2020
Við Ísak: Vá heill barnlaus dagur, við skulum fara í sund og í Kolaportið, kannski lunch og dinner? Getum líka farið í góða göngu☺️
Líka við: *skriðum fram úr um hálf þrjú, drukkum kaffi og kveiktum á Netflix*— Silja Björk (@siljabjorkk) January 11, 2020
Faðir minn sem er af eld gamla skólanum var rétt í þessu að slá öll met á FB. Hann ákvað að óska sjálfum sér til hamingju með afmælið! #oldschool pic.twitter.com/mypeb7Vk4C
— Sigurjón Jónsson (@siggisorensen) January 11, 2020
Pabbi minn (þá 67 ára) setti sér markmið fyrir 2019 að taka 50 armbeygjur á hverjum morgni. Hann, eins þrjóskur og hann er, auðvitað fylgdi þessu eftir og tók 18.250 armbeygjur á árinu sem leið?#whataman
— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) January 11, 2020
Heyri sms-hljóð og hugsa: naujj naujj, ást lífs míns (sem ég reyndar veit ekki hver er) að senda mér svona retró afmæliskveðju.
Svo var þetta bara afmæliskveðja frá einni búð í Kringlunni.
En samt alveg sætt sko, nóg af bílastæðum þar og svona— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 11, 2020
Ég fór til læknis í dag að fá sýklalyf og ég sagði honum hvernig ég myndi stundum lækna mig sjálf með gömlum sýklalyfjum og hvort honum þætti ég ekki flottur hobbý læknir long story short þá er ég á leiðinni á árshátíð heimilislækna
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) January 11, 2020
Var í vísindaferð, drakk heila vínflösku ein, tók svo rafscooter heim, með vasa og tösku fulla af bjór. Hugsaði svo: Auður, þú ert 31árs og í staðin fyrir að fara á geggjaðan bömmer fékk ég gott hláturskast og áttaði mig á því að ég vildi ekki að lífið mitt væri neitt öðruvísi.
— dauður ? (@daudurart) January 10, 2020
Þegar þú ert að fara að hitta krössið þitt og biður vin þinn að koma með sem wing-man en biður hann líka að vera ekki meira töff en þú.#vikan pic.twitter.com/hT8RepH876
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) January 10, 2020
Sonur (9): Ég hata orðið séra.
Ég: Þú meinar deila. Maður segir deila, ekki séra. Hatarðu þegar fólk segir séra en ekki deila?
S: Nei. Ég hata orðið séra. Svona eins og prestar eru séra. Ég hef bara aldrei þolað þetta orð. Veit ekki af hverju.
Ég:— Gunnhildur (@hungunnhildur) January 10, 2020
Er á árshátíð konunnar minnar. Sá gaur sem ég hèlt að væri Heimir vinur minn og smellti klappi á rassinn á honum, meðfram hressu “Blehehessaðu kæri vin!!!”. Þetta var ekki Heimir vinur minn.
Við “Ekki Heimir” munum eyða restinni af kvöldinu í vandræðalegri forðun. <3— Svavar Knútur (@SvavarKnutur) January 10, 2020
Ég átti mig ekki alveg á þvi hvaða hluti íbúðarinnar þetta er. Svalirnar? pic.twitter.com/hVpPGny569
— Brynhildur Yrsa Valkyrja (@BrynhildurYrsa) January 10, 2020