Auglýsing

Vinsælasta sulta Íslands: Beikon-lauksulta með ostinum eða á hamborgarann!

Við hjá Nútímanum höldum áfram að færa ykkur gómsætar uppskriftir í samstarfi við Gestgjafann. Ef þú lumar á frábærri uppskrift og vilt deila henni með okkur að þá biðjum við þig endilega að senda okkur hana á ritstjorn@nutiminn.is – henni verður að fylgja mynd en við munum svo láta þig vita þegar við birtum hana.

Í kvöld er komið að hinni frægu beikon-lauksultu sem er ómótstæðileg á hamborgarann, flatbökuna eða jafnvel ostinn. Þetta er ekki flókin uppskrift og því tilvalið að henda í eina sultu fyrir jólahátíðina sem nú styttist óðum í.

Verði ykkur að góðu!

Hráefni:

  • 1 pakki beikon
  • 2 laukar skornir í sneiðar
  • 1 tsk sjávarsalt
  • 3 msk ljós púðursykur
  • 1/2 dl balsamik edik
  • 1 tsk ferskt timjan
  • cayenne pipar eftir smekk
  • 1 dl vatn
  • Salt og pipar eftir smekk
  • 1-2 msk smjör

Aðferð:

1. Steikið beikon á pönnu eða í ofni þar til þar verður vel stökkt. Þegar beikonið er klárt leggið það á fat með eldhúspappír á, hann drekkur í sig mestu fituna.

2. Hitið smjör á pönnu og steikið laukinn í um 10 mín og hrærið í honum á meðan.

3. Á meðan laukurinn steikist þá er steikta beikonið skorið í litla bita og leggið til hliðar. Þegar laukurinn er farinn að brúnast á pönnunni þá hrærum við saman við hann salt, púðursykur, balsamik edik, timjan og smá cayenne pipar. Hrærið vel saman.

4. Setjið skorna beikonið saman við ásamt 1 dl af vatni. Leyfið þessu að malla þar til þetta fer  dökkna og áferðin verður eins og á sultu eða í um 20 mín. Smakkið til og kryddið til eftir smekk.

5. Sultan geymist í lokuðu íláti í kæli í allt að 2 vikur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing